Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Nik ósáttur við KSÍ: Sýndu skipulagsleysi
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
   fim 09. febrúar 2017 22:34
Ívan Guðjón Baldursson
Bjössi Hreiðars: Grasið hérna býður ekki uppá hraðan leik
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Sigurbjörn Hreiðarsson, aðstoðarþjálfari Vals, var ánægður með leik sinna manna sem höfðu betur gegn Víkingi R. í undanúrslitum Reykjavíkurmótsins í kvöld.

Valur vann leikinn í vítaspyrnukeppni eftir markalausar 90 mínútur, þar sem Valsarar voru meira með boltann en Víkingar fengu hættulegustu færin.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  5 Valur

„Mér fannst við vera með þennan leik algjörlega. Þeir koma aðeins upp í seinni hálfleik en missa svo mann útaf og þá var þetta bara spurning um að reyna að finna glufu á þeim," sagði Bjössi.

„Við vorum þéttir, hefðum getað spilað boltanum aðeins hraðar á milli en grasið hérna er bara þannig að það býður ekki uppá mjög hraðan fótboltaleik, því miður. Það verður bara að segjast alveg eins og er," hélt aðstoðarþjálfarinn áfram, en keppt var á gervigrasinu í Egilshöllinni.

Valur mætir Fjölni í úrslitaleik á mánudaginn og segir Bjössi félagið stefna á að vinna sem flest mót á undirbúningstímabilinu. Það vantaði marga lykilmenn í lið Vals sem eru ýmist meiddir eða að spila með íslenska landsliðinu og telur Bjössi frammistöðuna í fjarveru þeirra afar jákvæða.

Undir lok viðtalsins virtist hlakka til í Bjössa þegar hann var spurður út í tilvonandi aðgerðir Vals á leikmannamarkaðinum, en félagsskiptaglugginn opnar 22. febrúar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner