Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   mán 09. apríl 2018 22:56
Egill Sigfússon
Bjössi Hreiðars: Heilt yfir mjög sanngjarnt
Bjössi Hreiðars var að vonum sáttur með titilinn
Bjössi Hreiðars var að vonum sáttur með titilinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur sigraði Grindavík 4-2 í úrslitaleik Lengjubikarsins í kvöld í fjörugum leik.

Sigurbjörn Hreiðarsson þjálfari Vals var sáttur með leik sinna manna og hafði aldrei miklar áhyggjur af því að tapa þessum leik.

„Mér fannst við vera búnir að vera mun betri aðilinn í leiknum og fannst við vera með þetta en þegar þeir minnka muninn í 2-1 þá er nátturulega eitt mark bara eitt mark og bara ein sókn fyrir andstæðinginn. Auðvitað er maður smá smeykur þá en mér fannst við spila leikinn heilt yfir mjög vel. Mér fannst þetta heilt yfir mjög sanngjarnt."

Kristinn Freyr Sigurðsson var ekki með Völsurum í dag en Bjössi sagði að hann væri tæpur og þeir vildu ekki taka neina sénsa en hann ætti að vera klár í fyrsta leik í Pepsí-deildinni.

„Við erum ekkert að hætta á það þegar menn eru ekki alveg klárir að þeir séu að spila leik, sérstaklega ekki í undirbúningi fyrir mót, en hann verður kominn fyrr en varir."

Valur er komið með gríðarlega sterkan leikmannahóp og aðspurður sagði Bjössi að ekkert sérstakt væri í kortunum á leikmannamarkaðnum en þeir eru þó með augun opin ef eitthvað gott býðst.

„Maður veit aldrei, ef einhver frábær leikmaður býðst þá veit maður aldrei eins og maður segir, ég veit ekki um neitt lið sem lokar bara öllu."

Valsmenn hafa verið að spila á tveim leikkerfum, í dag spiluðu þeir 3-5-2 en Bjössi sagði að þeir gætu vonandi keyrt á báðum kerfum í sumar.

„Við höfum spilað 4-3-3 og gert það vel og gerðum það mest megnis í fyrra og við höfum verið að vinna aðeins með 3-5-2 og getum vonandi beitt báðum kerfum. Við erum að gera þetta til að eiga möguleika á fleiri varientum, það er bara þannig og svo sjáum við bara til við hverja við erum að spila og hvað hentar best."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner