Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 09. apríl 2018 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Graham Poll: United vann City útaf dómaramistökum
Mynd: Getty Images
Graham Poll, einn af bestu dómurum í sögu úrvalsdeildarinnar, kennir Martin Atkinson, dómara, um tap Manchester City gegn Manchester United í nágrannaslagnum á laugardaginn.

Man City komst tveimur mörkum yfir í fyrri hálfleik en Rauðu djöflarnir jöfnuðu snemma í síðari hálfleik og komust yfir.

Poll segir atvik á 77. mínútu leiksins hafa skipt sköpum. Með réttum dómi hefði City fengið vítaspyrnu og klárað leikinn gegn tíu leikmönnum United.

„Manchester City átti að vinna þessa viðureign. City átti að fá vítaspyrnu á 77. mínútu og United átti að missa mann af velli," skrifar Poll í pistli sínum á Daily Mail.

„Dómarar vilja hafa sem minnst áhrif á úrslit leikja en Martin Atkinson klikkaði um helgina. Ég skil ekki hvernig hann og aðstoðarmenn hans dæmdu ekki vítaspyrnu."

Poll er að tala um harkalega tæklingu Ashley Young með báða fætur af jörðinni og takkana upp í loft. Hann segir engu máli skipta hvort Young nái til knattarins eða ekki, þetta sé sjálfkrafa brot og rautt spjald vegna hættunnar sem hann setur aðra leikmenn í.

„Það eru mjög skýrar reglur fyrir nákvæmlega svona tæklingar. Ef leikmaðurinn snertir bara knöttinn þá er dæmt brot og gult spjald. Ef hann snertir andstæðing þá er það beint rautt, hvort sem hann kemur við knöttinn eða ekki."
Athugasemdir
banner
banner
banner