Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
Jökull: Læti og stemning sem stuðningsmennirnir spúa yfir völlinn til strákanna
Helgi Fróði: Geggjað að vera í besta klúbbnum
Addi Grétars pirraður: Menn þurfa að hafa smá 'sens' fyrir því sem þeir eru að tala um
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
   mán 09. apríl 2018 23:16
Egill Sigfússon
Óli Stefán: Stærsta slys í Íslenskri knattspyrnusögu ef Valur vinnur ekki Pepsí-deildina
Óli Stefán þurfti að sætta sig við silfur í dag
Óli Stefán þurfti að sætta sig við silfur í dag
Mynd: Grindavík
Grindavík þurfti að sætta sig við tap í úrslitum Lengjubikarsins annað ár í röð þegar liðið mætti Val í kvöld og tapaði 4-2.

Óli Stefán þjálfari Grindavíkur fannst sínir menn daprir í fyrri hálfleik og var óánægður með hvað liðið var slakt með boltann.

„Sérstaklega fannst mér fyrri hálfleikur dapur af okkar hálfu, þó við höfum staðið varnarskipulagið ágætlega þá vorum við afskaplega daprir með boltann. Til þess að eiga breik í lið eins og Val þarftu að komast í gegnum fyrstu pressu, við fengum vissulega möguleika á því og góðar stöður en slæmt touch og slæmar ákvarðanartökur á vissum mómentum gerðu það að verkum að við varla náðum þremur sendingum á milli. Valur einfaldlega verðskuldaði þetta í dag og ég óska þeim til hamingju."

Grindavík hafa verið gífurlega öflugir varnarlega í Lengjubikarnum til þessa en fengu á sig fjögur mörk í dag, Óli var sérstaklega ósáttur við að fá á sig mörk úr föstum leikatriðum.

„Við fáum á okkur tvö mörk úr föstum leikatriðum sem er algjörlega úr karakter og úr hornum. Okkar er refsað fyrir þessi mistök sem við gerum en í stóra samhenginu er hundleiðinlegt að tapa úrslitaleik og ég held þetta sé fjórði úrslitaleikurinn sem við töpum á tveimur árum sem er hundfúlt. Í stóra samhenginu er þetta bara undirbúningur fyrir Pepsí og við vissulega fáum mörg atriði útúr þessum leik sem við getum farið að vinna í fram að móti."

Óli segir ekkert sérstakt í kortunum með leikmannamarkaðinn en segir þó að þjálfarateymið sé með ákveðna stöðu í huga ef þeir ætla að styrkja sig.

„Við erum bara með augun opin og þurfum að vanda þá sem við tökum inn ef við tökum inn eitthvað en það er ekkert sérstakt í hendi núna. Þjálfarateymið er með eitthvað í huga ef við þurfum að styrkja en það er ekkert sem við gefum út eða neitt svoleiðis. Við sjáum til ef það kemur upp."
Óla lýst vel á komandi sumar og telur að deildin verði gífurlega jöfn á komandi sumri en segir það stórslys ef Valur vinnur ekki deildina.

„Við erum að fara inn í deild sem er gríðarlega jöfn, við erum að horfa á lið eins og Keflavík og Fylki sem eru að koma upp og eru rótgróin efstu deildar lið og það verður voðalega erfitt að spá í spilin. Til að mynda varðandi okkur þá þarf allt að ganga upp hjá okkur til að við gerum einhverja hluti en auðvitað ætlum við að gera betur en í fyrra og undirbúum okkur þannig. Ég held að þetta geti orðið jöfn og skemmtileg deild að undanskildu þessu gríðarsterka Valsliði og ég sagði það áðan að það verði líklega stærsta slys í íslenskri knattspyrnusögu með þessa maskínu sem þeir hafa búið til."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner