„Ég er bara svekktur að hafa ekki klárað þetta í fyrri hálfleik,” sagði Bjarni Jóhannsson eftir 3-3 jafntefli við Fram á KA-velli nú í dag.
Lestu um leikinn: KA 3 - 3 Fram
„Við áttum glimrandi innkomu í leikinn og leikurinn spilaðist vel fyrir okkur þannig að við áttum bara að klára þetta í fyrri hálfleik. Við vorum snuðaðir um víti og fórum bara illa með mjög margar góðar sóknir, áttum raunverulega bara að klára leikinn þá,” sagði Bjarni.
,,Síðan er það þetta upphaf síðari hálfleiks sem er náttúrlega óafsakanlegt og við vorum búnir að tapa leiknum á því, en náðum að klóra í bakkann í lokin. Við verðum bara að vera sáttir með stigið, spilamennskan á löngum köflum var mjög fín en því miður, það tókst ekki núna,” bætti Bjarni við.
„Jújú, það á hamast við það í sumar og við kannski sýndum örlítin þef af því að vera undir 3-2 og náum að jafna leikinn. Við gefumst aldrei upp," sagði Bjarni aðspurður hvort liðið ætlaði ekki að reyna að komast upp í Pepsi-deildina að ári.
Nánar er rætt við Bjarna í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir