Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 09. maí 2016 21:30
Ívan Guðjón Baldursson
Jose Enrique farinn frá Liverpool (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Fimm ára vera Jose Enrique hjá Liverpool er komin á enda en leikmaðurinn er frjáls ferða sinna eftir að hafa leikið 76 deildarleiki fyrir félagið.

Enrique hefur fengið lítinn spilatíma á tímabilinu og hafa nokkur félög úr spænsku deildinni verið orðuð við hann.

Enrique leikur sem vinstri bakvörður en er á eftir samlanda sínum Alberto Moreno í goggunarröðinni. Þá hefur Jurgen Klopp frekar kosið að nota óreynda táninga heldur en Enrique undanfarna mánuði.

Enrique er 30 ára gamall og hefur áður spilað fyrir Celta Vigo, Villarreal og Newcastle. Þar að auki á hann níu landsleiki fyrir yngri landslið Spánverja að baki.
Athugasemdir
banner
banner