Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 09. maí 2018 22:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Conte: Ekki mitt að ákveða hvort ég verði áfram
Conte á hliðarlínunni í kvöld.
Conte á hliðarlínunni í kvöld.
Mynd: Getty Images
Antonio Conte, stjóri Chelsea, var svekktur eftir 1-1 jafntefli við Huddersfield í kvöld. Eftir jafnteflið er það ljóst að það verður erfitt fyrir Chelsea að ná Meistaradeildarsæti.

Chelsea þarf að vinna Newcastle í lokaumferðinni á sunnudag og treysta á að Liverpool tapi fyrir Brighton.

Conte sagði eftir leikinn í kvöld að hans menn hefðu verið óheppnir, en þeir hefðu átt að gera betur fyrir framan markið. Það hafi oft vantað á þessu tímabili að nýta færin.

„Öll lið eiga skilið stigin sem þau eru með á töflunni. Við erum í fimmta sæti og verðum að sætta okkur við það."

Mikil óvissa er um framtíð Conte. Er hann var spurður út í það hvort hann yrði stjóri Chelsea á næsta tímabili, þá sagði hann: „Það er ekki mitt að ákveða, félagið tekur ákvörðun eftir sinni bestu getu."
Athugasemdir
banner
banner
banner