Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
   fim 09. maí 2024 23:08
Brynjar Ingi Erluson
Emery: Auðvitað erum við vonsviknir
Unai Emery
Unai Emery
Mynd: EPA
Unai Emery, stjóri Aston Villa á Englandi, var örlítið niðurlútur eftir að liðið mistókst að komast í úrslitaleik Sambandsdeildar Evrópu í kvöld.

Aston Villa tapaði báðum undanúrslitaleikjum gegn Olympiakos, samanlagt 6-2.

Gríska liðið spilaði skipulagðan varnarleik og síðan með vopnið Ayoub El Kaabi upp á topp sem skoraði fimm mörk í einvíginu.

Emery telur að leikmenn geti lært margt frá þessu tapi, sem mun gefa þeim meiri reynslu fyrir næstu leiktíð.

„Við komumst í Evrópu í lok síðasta tímabils og á þessu ári höfum við notið þess en að vinna er mjög erfitt. Við erum lið sem er enn að þróa leik sinn.“

„Olympiakos verðskuldar að vera í úrslitum. Við töpuðum heima í fyrstu 90 mínútum einvígisins og veittum þeim enga samkeppni. Í kvöld byrjuðum við fyrri leikinn vel, en þeir skora. Við náðum að stjórna leiknum en nýttum ekki færin.“


Um helgina getur Aston Villa tryggt Meistaradeildarsætið fyrir næstu leiktíð og vonar Emery að leikmenn verði fljótir að hrista þetta tap af sér.

„Þetta er reynsla fyrir okkur hjá Aston Villa eftir að hafa ekki verið í Evrópukeppni í langan tíma. Við munum halda áfram að berjast í Evrópu á næsta ári. Auðvitað erum við svolítið vonsviknir og pirraðir, en við verðum að vera fljótir að komast yfir þetta.“

„Við verðum að reyna að klara tímabilið vel svo þetta verði geggjað tímabil,“
sagði Emery.
Athugasemdir
banner
banner