Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   fim 09. maí 2024 13:10
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hargreaves vorkennir Kane - „Hefur verið frábær"
Mynd: EPA

Real Madrid er komið áfram í úrslit Meistaradeildarinnar eftir dramatískan sigur á Bayern í gær. Harry Kane framherji Bayern hefur átt frábært tímabil en enn eina ferðina mistekst honum að vinna titil.


„Hann hefur unnið sína vinnu, hann hefur skorað mörk. Þeir nældu í hann til að halda áfram að vinna titla en mér finnst aðrir hafa valdið vonbrigðum frekar en eitthvað annað," sagði Ferdinand í útsendingu TNT á leik Real Madrid og Bayern í gær.

Bayern var í leit af sínum sjöundad Evróputitli á meðan Kane, sem hefur náð frábærum árangri persónulega, var í leit af sínum fyrsta stóra titli.

Hann skoraði 44 mörk á tímabilinu sem er hans besti árangur yfir eitt tímabil. Þrátt fyrir góða frammistöðu Kane var þetta fyrsta tímabil Bayern síðan 2011-12 sem liðinu mistekst að vinna titil.

„Ég vorkenni Kane. Þvílík ofurstjarna sem hann hefur verið og hann fær ekki tækifæri til að spila í úrslitum Meistaradeildarinnar. Aumingja hann, hann hefur verið frábær á þessari leiktíð en þetta fór ekki eftir áætlun síðustu tíu mínúturnar," sagði Owen Hargreaves fyrrum leikmaður Bayern.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner