Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   fim 09. maí 2024 14:01
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Martínez og Rashford að jafna sig af meiðslum
Mynd: Getty Images

Marcus Rashford og Lisandro Martínez eru mættir aftur til æfinga hjá Man Utd eftir að hafa verið að eiga við meiðsli.

Martínez hefur verið ansi óheppinn með meiðsli á þessari leiktíð en hann hefur aðeins spilað ellefu leiki á öllu tímabilinu. Hann snéri til baka þann 30. mars en meiddist strax aftur í leik gegn Brentford.


Hann hefur hvorki æft né spilað síðan en er nú mættur aftur til æfinga.

Rashford hefur verið fjarverandi síðan liðið vann Coventry eftir vítaspyrnu í undanúrslitum enska bikarsins í síðasta mánuði.

Margir ungir leikmenn hafa æft og spilað með liðinu að undanförnu vegna mikilla meiðslavandræða en Casemiro hefur m.a. þurft að leysa miðvarðarstöðuna.

Man Utd fær Arsenal í heimsókn á sunnudaginn. Ef Rashford spilar leikinn verður það 400. leikur hans fyrir Man Utd á ferlinum.


Athugasemdir
banner
banner