Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   fim 09. maí 2024 17:26
Brynjar Ingi Erluson
Stefán Teitur danskur bikarmeistari með Silkeborg - Valinn bestur
Stefán Teitur var leikmaður ársins í danska bikarnum
Stefán Teitur var leikmaður ársins í danska bikarnum
Mynd: Getty Images
Skagamaðurinn Stefán Teitur Þórðarson er danskur bikarmeistari árið 2024 en hann og félagar hans í Silkeborg unnu Mikael Neville Anderson og hans menn í AGF, 1-0, á Parken í dag. Stefán var valinn maður leiksins í leiksloks og fékk fyrir það bikar sem 'Årets Pokal Fighter 2024' eða baráttumaður bikarsins árið 2024.

Oliver Sonne skoraði eina mark Silkeborgar á 38. mínútu leiksins og reyndist það nóg.

Stefán Teitur skoraði með skalla á 81. mínútu og virtist hafa gulltryggt sigurinn, en VAR dæmdi markið af vegna rangstöðu.

Silkeborg náði engu að síður að landa sigrinum. Þetta var fyrsti titill Stefáns með liðinu og aðeins annað sinn í sögunni sem Silkeborg vinnur bikarinn. Stefán lék allan leikinn með Silkeborg og þá spilaði Mikael Neville Anderson allan leikinn með AGF.

Eftir leikinn var Stefán Teitur valinn baráttumaður ársins í bikarnum þetta árið fyrir magnaða frammistöðu. Magnað afrek hjá Stefáni, sem hefur verið að gera ótrúlega hluti á þessari leiktíð.


Athugasemdir
banner
banner