Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   lau 09. ágúst 2014 07:00
Jóhann Ingi Hafþórsson
DeAndre Yedlin í Tottenham (Staðfest)
Tottenham hefur gengið frá kaupum á DeAndre Yedlin, hægri bakverði frá Bandaríkjunum.

Yedlin spilar fyrir Seattle Sounders, en hann hefur nú þegar staðist læknisskoðun hjá Lúndúnar liðinu en hann mun ganga til liðs við liðið er MLS deildin í Bandaríkjunum klárast.

Talið er að kaupverðið sé um 2.5 milljón pund.

Yedlin var góður á HM í Brasilíu með Bandaríkjunum en liðið komst í útsláttarkeppnina. Tottenham mætti Seattle í æfingarleik fyrr í sumar og hreifst Mauricio Pochettino, þjálfari Tottenham mjög af honum.
Athugasemdir
banner