Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   fös 09. október 2015 17:16
Gabríel Sighvatsson
Bjarni Jó: Aðstæður hér til að ná í hæstu hæðir
Bjarni Jóhannsson.
Bjarni Jóhannsson.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
„Þetta er spennandi verkefni framundan og það er hugur í mönnum að ná lengra en undanfarin ár. Þetta leggst bara mjög vel í mig," sagði Bjarni Jóhannsson við Fótbolta.net eftir að hann skrifaði undir samning við ÍBV í dag.

Bjarni er mættur aftur til Vestmannaeyja en hann vann Íslandsmeistaratitilinn tvívegis með liðinu á sínum tíma. „Ég átti mögnuð ár hérna og það var frábær stemning. Þetta var frábær árangur hjá góðu liði. Núna er að reyna að fljúga í þær hæðir aftur," sagði Bjarni.

„Það er alltaf gaman að þjálfa. Auðvitað eru breyttir tímar síðan ég var hér síðast en þessi gleði, kraftur og stemning sem hefur einkennt Eyjamenn í íþróttum hefur lengi heillað mig," sagði Bjarni sem flytur til Eyja.

„Ég er að flytja til Eyja eftir áramót og verð hér lungann af vikunni. Við erum líka með leikmenn uppi á landi og það þarf að sinna því líka. Það verður flottur flötur á því."

ÍBV endaði í 10. sæti í Pepsi-deildinni í sumar en stefna á að taka stórt stökk fram á við næsta sumar.

„Miðað við umgjörð og kraftinn sem á að setja í þetta núna þá tökum við farsæl skref í þessu og setja stefnuna aðeins hærra en liðið náði í fyrra. Ég tel aðstæður hér til að ná í hæstu hæðir." sagði Bjarni sem ætlar að styrkja hópinn.

„Við höfum rætt það lítilsháttar en það verður að koma í ljós. Við þurfum að fara yfir sumarið með þeim mönnum sem stóðu á bakvið liðið í fyrra og sjá hvað veturinn ber í skauti sér. Það er lykilatriði að liðið sé tilbúið fyrr en það hefur verið undanfarin ár. Við viljum fara í þessi æfingamót með gott lið."

Guðjón Pétur Lýðsson er á förum frá Breiðabliki og hann hefur verið orðaður við ÍBV og fleiri félög. Hafa Eyjamenn áhuga á honum? „Það hefur ekkert verið rætt hvaða leikmenn koma til greina. Vissulega væri frábært að fá Guðjón. Hann hefur verið magnaður undanfarin ár og er frábær miðjumaður. Hann er einn besti miðjukosturinn. Það hafa sjálfsagt allir áhuga á honum."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner