Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 09. október 2015 10:10
Ívan Guðjón Baldursson
Diego Costa: Ég kom of þungur úr sumarfríinu
Diego Costa er ekki vel liðinn meðal stuðningsmanna Arsenal eftir að hann fiskaði Gabriel af velli í Lundúnaslagnum.
Diego Costa er ekki vel liðinn meðal stuðningsmanna Arsenal eftir að hann fiskaði Gabriel af velli í Lundúnaslagnum.
Mynd: Getty Images
Englandsmeistarar Chelsea hafa ekki byrjað tímabilið vel í ensku úrvalsdeildinni og eru með átta stig eftir átta leiki.

Jose Mourinho hefur legið undir mikilli gagnrýni fyrir gengi liðsins en Diego Costa telur ósanngjarnt að allri skuldinni sé skellt á stjórann.

„Ég ætla að vera mjög heiðarlegur. Fyrir fimm eða sex vikum var ég ekki í nægilega góðu standi, allavega ekki líkamlega," viðurkenndi Costa.

„Ég meiddist undir lok síðasta tímabils og fór svo í frí. Ég hætti að borða rétt og þegar ég kom til félagsins var ástandið á mér ekki eins og það átti að vera, ég var aðeins of þungur og það hafði áhrif á frammistöðuna mína.

„Það er hægt að vera eigingjarn og kenna bara stjóranum um en ég ætla ekki að gera það, ég er ábyrgur og það eru samherjar mínir líka. Við verðum að kenna okkur sjálfum um þetta slæma gengi.

„Við vissum að við vorum ekki 100 prósent tilbúnir í slaginn við upphaf tímabilsins. Við mættum á æfingar eftir frí með alltof mikið sjálfstraust og ætluðum bara að endurtaka síðasta tímabil. Það gekk ekki upp og hér erum við."

Athugasemdir
banner
banner