Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 09. október 2015 11:05
Elvar Geir Magnússon
Fóstbræður heimsóttu landsliðið
Icelandair
Mynd: Sölvi Tryggvason
Íslenska landsliðið undirbýr sig fyrir lokaleiki undankeppni EM þar sem leikið verður gegn Lettlandi og Tyrklandi.

Leikmenn fengu óvænta heimsókn á liðsfund á hóteli sínu í gær.

Karlakórinn Fóstbræður mætti í heimsókn til strákanna og tóku nokkur lög.

„Karlakórinn Fóstbræður mættu hrikalega flottir á fundinn hjá okkur," skrifaði landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason á Instagram.

Sölvi Tryggvason tók meðfylgjandi mynd.

Ísland mætir Lettlandi á Laugardalsvelli á morgun en flautað verður til leiks klukkan 16:00.

Smelltu hér til að skoða líklegt byrjunarlið Íslands

Karlakórinn Fóstbræður mættu hrikalega flottir á fundinn hjá okkur og tóku nokkur lög!

A video posted by Rurik Gislason (@rurikgislason) on



Athugasemdir
banner
banner
banner