Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 09. október 2015 12:00
Magnús Már Einarsson
Keflvíkingar ræða við fimm - Þorvaldur einn þeirra
Þorvaldur Örlygsson.
Þorvaldur Örlygsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík er í þjálfaraleit en ljóst er að Haukur Ingi Guðnason og Jóhann Birnir Guðmundsson verða ekki þjálfarar liðsins í 1. deildinni næsta sumar.

Ný stjórn var kjörin á aukaaðalfundi í gær og í kjölfarið hélt sú stjórn sinn fyrsta stjórnarfund.

„Það fyrsta og eina á dagskrá þar voru þjálfaramál. Það var ákveðið að hafa samband við fimm menn og ræða við þá. Þetta kemur síðan í ljós," sagði Jón G. Benediktsson, nýr formaður, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Jón staðfesti að Þorvaldur Örlygsson sé á listanum en hann hefur verið sterklega orðaður við þjálfarastöðuna í Keflavík eftir að hann hætti með HK um síðustu helgi.

„Menn hafa sett sig í samband við okkur og við höfum fengið fjölda hringinga. Einn af mönnunum á listanum er danskur og við erum að horfa á þetta í víðara samhengi," sagði Jón.

Keflvíkingar féllu úr Pepsi-deildinni í sumar og verða í 1. deildinni á næsta ári í fyrsta skipti síðan árið 2003.
Athugasemdir
banner
banner