Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 09. október 2015 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: BBC | DM | DM 
Rooney, Schweinsteiger og Aguero meiddir
Roy Hodgson segir að Harry Kane taki við stöðu Wayne Rooney meðan sá síðarnefndi er frá vegna meiðsla.
Roy Hodgson segir að Harry Kane taki við stöðu Wayne Rooney meðan sá síðarnefndi er frá vegna meiðsla.
Mynd: Getty Images
Hinn 29 ára gamli Wayne Rooney missir af lokaleikjum Englendinga í undankeppni EM gegn Eistlandi og Litháen.

Það skiptir enska landsliðið litlu máli enda þegar búið að tryggja sæti sitt í Frakklandi næsta sumar.

Bastian Schweinsteiger, samherji Rooney hjá Manchester United, missti af leik Þjóðverja gegn Írum í gær vegna meiðsla á læri sem hann hlaut á lokaæfingu landsliðsins fyrir leikinn.

Óljóst er hversu lengi mennirnir verða frá keppni en ólíklegt er að um eitthvað alvarlegt sé að ræða.

Þá hefur ekkert frést af líðan Sergio Agüero sem var borinn af velli eftir 20 mínútur í landsleik Argentínu og Ekvador í undankeppni HM í nótt.

Agüero hefur verið mikið frá vegna meiðsla á tímabilinu og það yrði mikill skellur fyrir Manchester City að missa sóknarmanninn knáa, sem gerði fimm mörk gegn Newcastle í síðustu umferð, aftur í meiðsli.
Athugasemdir
banner
banner
banner