Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 09. október 2015 17:30
Magnús Már Einarsson
Sam Allardyce ráðinn stjóri Sunderland (Staðfest)
Mættur aftur í slaginn.
Mættur aftur í slaginn.
Mynd: Getty Images
Sam Allardyce hefur verið ráðinn stjóri Sunderland en hann krotaði undir tveggja ára samning við félagið í dag.

Allardyce tekur við Sunderland af Dick Advocaat sem hætti um síðustu helgi eftir að hafa ekki náð í sigur í fyrstu átta leikjum tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni.

Hinn sextugi Allardyce hefur ýmsa fjöruna sopið í enska boltanum og hann á nú erfitt verkefni fyrir höndum með Sunderland.

Allardyce hætti hjá West Ham síðastliðið vor eftir að hafa verið skipstjóri þar í fjögur ár.

Allardyce hafði áður stýrt Bolton, Newcastle og Blackburn svo eitthvað sé nefnt.
Athugasemdir
banner