Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 09. október 2015 18:30
Elvar Geir Magnússon
Þjálfari Norður-Íra: Undirbúningur fyrir Frakkland hafinn
Michael O'Neill brosir í hring.
Michael O'Neill brosir í hring.
Mynd: Getty Images
Michael O'Neill, þjálfari landsliðs Norður-Írlands, segir að árangur sinna manna í undankeppni EM 2016 sýni og sanni að liðið geti afrekað enn meira.

Norður-Írar unnu 3-1 sigur gegn Grikkjum í Belfast í gær og tryggðu sér þátttökurétt í lokakeppninni.

„Leikmenn voru hreinlega magnaðir. Allir liðið sem heild var magnað," segir O'Neill.

„Þetta sýnir hvað liðið getur og hversu langt fótboltinn í Norður-Írlandi getur náð. Hvernig náðum við þessu? Ég er ekki viss. Það eru leikmennirnir sem eiga mest hrós skilið."

„Við erum með sjálfstraust og trú og þetta fáum við með sigurleikjum. Ég er stoltur af því að standa hér sem þjálfari þessa liðs. Undirbúningurinn fyrir Frakkland byrjar hér og nú."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner