Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   mán 09. október 2017 22:12
Mist Rúnarsdóttir
Hannes: Nánast aldrei liðið svona vel
Icelandair
Hannes hélt hreinu og er á leiðinni á HM!
Hannes hélt hreinu og er á leiðinni á HM!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér hefur nánast aldrei liðið svona vel. Þetta er eins og draumur sé að rætast,“ sagði landsliðsmarkvörðurinn Hannes Halldórsson eftir 2-0 sigur Íslands á Kósóvó. Risasigur sem tryggir Íslandi sæti á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi næsta sumar.
Íslenska liðið fann sig ekki nógu vel í fyrri hálfleik og Hannesi létti mjög þegar Gylfi Sigurðsson náði að brjóta ísinn.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  0 Kosóvó

„Það var svakalegur léttir. Mér fannst við ekki góðir á löngum köflum. Í fyrri hálfleik vorum við ekki sjálfum okkur líkir. Þegar kom loksins mark losnaði aðeins um þetta. Það var fáránlegur léttir.“

Það var lítið að gera hjá Hannesi í leiknum og það getur verið erfitt fyrir markmenn að spila slíka leiki. Hannes beið þolinmóður eftir fyrsta markinu, vitandi að leikmennirnir fyrir framan hann eru alltaf líklegir til að skora á heimavelli.

„Ég var svolítið eins og áhorfendur uppi í stúku. Maður gat ekki mikið annað gert en að vona að þetta myndi smella hjá okkur en maður á bara að læra að treysta þessum gaurum. Þeir enda alltaf á að koma honum í markið. Við erum með það mikið af flinkum gaurum að við skorum alltaf hérna á heimavelli.“

Aðspurður um tilfinningarnar sem spruttu fram eftir lokaflautið átti Hannes erfitt með að svara.

„Það var eins og það hefðu brostið einhverjar flóðgáttir. Svo kom flugeldasýning þarna og þetta var ævintýri líkast. Það er náttúrulega algjörlega lygilegt að við séum komnir í þessa stöðu,“ sagði markvörðurinn meðal annars en hægt er að horfa á allt viðtalið við hann í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner