Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
   mán 09. desember 2013 15:40
Magnús Már Einarsson
Arnþór spilaði með Fylki
Arnþór í leiknum um helgina.
Arnþór í leiknum um helgina.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Arnþór Hermannsson spilaði með Fylki þegar liðið tapaði 2-1 gegn Fjölni í leik um 3. sætið á Bose mótinu en hann æfði einnig með Árbæjarliðinu í síðustu viku.

Arnþór er tvítugur miðjumaður en hann hefur leikið með Völsungi allan sinn feril.

Í sumar kom Arnþór við sögu í átta leikjum í fyrstu deildinni en hann hætti að leika með Völsungi í júlí þegar að faðir hans hætti sem formaður knattspyrnudeildar og þjálfaraskipti urðu hjá félaginu.

Samtals hefur Arnþór skorað átta mörk í 56 deildar og bikarleikjum með Völsungi á ferli sínum.

Danski varnarmaðurinn Dennis Nielsen hefur einnig æft með Fylki að undanförnu en hann hefur leikið með BÍ/Bolungarvík síðustu tvö tímabil.

Ásmundur Arnarsson þjálfari Fylkis sagði við Fótbolta.net í dag að ekki hafi verið tekinn ákvörðun um það hvort samið verði við leikmennina eða ekki.
Athugasemdir
banner