Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 09. desember 2016 19:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: BBC 
83 liggja undir grun vegna misnotkunar á börnum í fótbolta
Mynd: Getty Images
Lög­regl­an í Bretlandseyjum seg­ir að alls liggi nú 83 ein­stak­ling­ar und­ir grun vegna rann­sókn­ar sem stend­ur yfir á kyn­ferðisof­beldi gegn börn­um í fót­bolta.

Nokkrir fyrrum fótboltamenn á Englanid hafa stigið fram og sagt frá því að þeir hafi verið kynferðislega misnotaðir þegar þeir voru í yngri flokkum, en málið er bæði til rannsóknar hjá lögreglu og hjá enska knattspyrnusambandinu.

Þetta er gríðarlega stórt mál, en alls tengj­ast brot­in 98 knatt­spyrnu­fé­lög­um. Rann­sókn­in nær til fé­laga í öll­um deild­um, allt frá úr­vals­deild­um niður í ut­an­d­eild­ir.

Lög­regl­an tek­ur áfram við sím­töl­um vegna rann­sókn­ar­inn­ar og sagði talsmaður lög­regl­unn­ar við BBC að brugðist sé hratt við ásök­un­um.

Af þeim fórnarlömbum sem vitað er um þá eru 98% karlmenn og voru á aldrinum 7-20 ára þegar þessi skelfilegu brot áttu sér stað.

Sjá einnig:
Þjálfari hjá Crewe framdi kynferðisbrot gegn ungum leikmönnum
Fyrrum leikmaður Newcastle tilkynnir um misnotkun
Athugasemdir
banner
banner
banner