Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 09. desember 2016 13:00
Magnús Már Einarsson
Æft á grasi á Íslandi í desember
Gervigras á leið á Sauðárkrók
Frá æfingu 3. flokks kvenna á Sauðárkróki í vikunni.
Frá æfingu 3. flokks kvenna á Sauðárkróki í vikunni.
Mynd: Tindastóll
Svona lítur Sauðárkróksvöllur út í dag.
Svona lítur Sauðárkróksvöllur út í dag.
Mynd: Tindastóll
Veðrið á Íslandi hefur verið með eindæmum gott það sem af er vetri og margir grasvellir landsins eru ennþá grænir á litin. Sauðarkróksvöllur er til að mynda í góðu standi og í vikunni fór fram æfing þar, í desember!

„Stelpurnar í 3.flokki fengu að fara inn á aðalvöllinn í vikunni og taka eina létta æfingu í fljóðljósum og það var ekki leiðinlegt," sagði Ómar Bragi Stefánsson, formaður knattspyrnudeildar, í samtali við Fótbolta.net.

,Vetraraðstaða okkar hefur ekki verið upp á marga fiska í áraraðir. Það má segja að eina aðstaðan sem við höfum er einn minnsti sparkvöllur landsins, sem kom á undan sparkvallaátaki KSÍ, og er töluvert minni en þeir vellir sem þá komu. Það er afar takmarkað aðgengi okkar að íþróttahúsinu en það er fyrir löngu sprungið."

Sauðárkróksvöllur er í betra ástandi núna en hann hefur verið á vorin. „Grasvellirnir hafa komið afar illa undan vetri á síðustu árum og meistaraflokkar hafa þurft að leika sína fyrstu heimaleiki á útivöllum. Það hefur t.d. ekki verið óalgengt að fara til Akureyrar og spila þar fyrstu leikina, en þetta gengur bara ekki upp."

Nú horfir til betri vegar í aðstöðumálum á Sauðárkróki en leggja á gervigrasvöll þar á næstu mánuðum.

„Sveitarfélagið er búið að samþykkja að leggja upphitaðan gervigrasvöll í fullri stærð á annað æfingasvæðið okkar. Hönnun er hafin á þessu verkefni og allt gert til að flýta því sem kostur er. Hér verður kominn gervigrasvöllur eftir nokkra mánuði," sagði Ómar Bragi.
Athugasemdir
banner
banner