Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 09. desember 2016 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Goal 
Balotelli: Ég mun aldrei fara aftur til Liverpool
Mario Balotelli.
Mario Balotelli.
Mynd: Getty Images
Mario Balotelli, sóknarmaður Nice í Frakklandi, er ákveðinn í því að fara aldrei aftur til Liverpool, en hann útilokar það þó ekki að spila með öðrum liðum í ensku úrvalsdeildinni.

Balotelli er þekktur vandræðagemsi, en hann spilaði um stutt skeið hjá Liverpool þar sem hann náði sér aldrei á strik. Honum langar ekki að fara aftur til Liverpool!

„Ef ég mun fara aftur til Englands, þá verður það svo sannarlega ekki til Liverpool," sagði Balotelli.

„Það er vegna þess að ég stóð mig mjög illa hjá Liverpool. Ég hef sagt að liðið var gott og stuðningsmennirnir voru stórkostlegir, en ég myndi samt aldrei fara aftur til Liverpool."

„Fyrsta félagið sem ég hugsa um á Englandi er alltaf Man City og seinna liðið sem mér líkar alltaf við er Arsenal. Það þýðir þó ekki að ég muni fara þangað; ég kann bara vel við þá."
Athugasemdir
banner
banner