Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 09. desember 2016 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: BBC 
Blatter gagnrýnir Infantino - „Hef aldrei fengið svar"
Sepp Blatter, fyrrverandi forseti FIFA, er ekki sáttur með eftirmann sinn.
Sepp Blatter, fyrrverandi forseti FIFA, er ekki sáttur með eftirmann sinn.
Mynd: Getty Images
Sepp Blatter, fyrrum forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, segir að núverandi forseti, Gianni Infantino, sýni sér vanvirðingu.

Blatter þurfti að segja af sér hjá FIFA eftir að upp komst um spillingu innan sambandsins, en hann var dæmdur í sjö ára bann frá fótbolta.

Þegar Blatter hvarf frá störfum þurfti að kjósa um nýjan mann í þessa valdastöðu og varð Gianni Infantino, fyrrverandi framkvæmdastjóri UEFA, fyrir valinu, en Blatter er ekki sáttur með þann mann.

„Ég hef aldrei séð það hjá neinu fyrirtæki að nýr forseti sýni þeim gamla enga virðingu," sagði Blatter um eftirmann sinn. „Eftir að Infantino var kosinn kom hann við heima hjá mér þar sem við spjölluðum og drukkum rauðvín saman. Ég sagðist vera með lista yfir mál sem þyrfti að leysa hjá FIFA," sagði Blatter ennfremur.

„Ég hef spurt hann, ég hef sent honum bréf og ég er með símanúmerið hans, sem mér hefur verið sagt að sé hans rétta númer. Ég hef hins vegar aldrei fengið svar - aldrei."

„Ég er enn með listann, en núna tölum við bara í gegnum lögfræðinga."
Athugasemdir
banner
banner
banner