Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 09. desember 2016 11:30
Magnús Már Einarsson
Bolasie mögulega frá í heilt ár
Verður lengi frá.
Verður lengi frá.
Mynd: Getty Images
Yannick Bolasie, kantmaður Everton, verður líklega frá keppni í heilt ár vegna hné meiðslanna sem hann varð fyrir gegn Manchester United um síðustu helgi.

Bolasie meiddist eftir samstuð við Anthony Martial og fljótlega kom í ljós að um alvarleg meiðsli væri að ræða.

Nýjustu fréttir frá Englandi herma að Bolasie verði frá keppni í heilt ár eftir aðgerð.

Leikmenn eru oftast frá í 6-8 mánuði eftir að hafa slitið krossband í hné en meiðsli Bolasie eru ennþá verri. Bolasie meiddist ekki einungis á krossbandi heldur einnig á liðböndum.

Hinn 27 ára gamli Bolasie er dýrasti leikmaðurinn í sögu Everton en hann kom til félagsins frá Crystal Palace á 30 milljónir punda síðastliðið sumar.
Athugasemdir
banner
banner