Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 09. desember 2016 20:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Sky Sports 
Chapecoense búið að ráða nýjan þjálfara
Vagner Mancini tekur við Chapecoense
Vagner Mancini tekur við Chapecoense
Mynd: Getty Images
Brasilíska úrvalsdeildarliðið Chapecoense hefur ráðið nýjan þjálfara eftir flugslysið hræðilega, þar sem flestir leikmenn og starfsmenn liðsins létu lífið.

Það eru aðeins sex leikmenn eftir hjá Chapecoense eftir að flugvél með leikmönnum og starfsmönnum liðsins hrapaði með þeim afleiðingum að 71 létust.

Vagner Mancini, sem hefur þjálfað brasilísk lið eins og Gremio, Santos og Vasco de Gama, hefur samþykkt að taka við liðinu af Caio Junior, sem lést í slysinu.

Chapecoense mun spila í Copa Libertadores - sem er Meistardeildin í Suður Ameríku - á næsta tímabili, en það verður í fyrsta skipti í sögu félagsins sem það gerist.

Nokkur lið í Brasilíu hafa boðist til þess að lána leikmenn til Chapecoense án gjalds á meðan félagið nær sér aftur eftir slysið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner