Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 09. desember 2016 15:00
Daníel Rúnarsson
Dirty-leikmenn vikunnar: Félagar í Manchester borg
Mynd: Getty Images
Mynd: DBR
Í vetur mun Fótbolti.net í samstarfi við Dirty Burger & Ribs velja Dirty-leikmann vikunnar. Í síðustu viku var það Elfar Freyr Helgason sem fékk nafnbótina vafasömu fyrir rautt spjald í Bose-bikarnum.

Í þessari viku brjótum við hinsvegar blað í sögu Dirty-leikmanns vikunnar og veljum tvo leikmenn sem sameiginlega eru Dirty-leikmenn vikunnar.

Stórleikur síðustu umferðar í enska boltanum var viðureign Manchester City og Chelsea. Leikmenn Conte höfðu 1-3 sigur sem fór illa í City menn. Sergio Aguero hlóð í fáránlega tæklingu á David Luiz og til að bíta höfuðið af skömminni réðst Fernandinho, liðsfélagi Aguero, að Chelsea-manninum Fabregas og tók hann hálstaki.

Aguero og Fernandinho hlutu báðir rauð spjöld að launum - sem og nafnbótina Dirty-leikmenn vikunnar. Til viðbótar voru þeir einnig dæmdir í bann, Fernandinho fékk þriggja leikja bann og Aguero fjögurra leikja bann. Þeir missa því af mikilvægum leikjum í þéttu leikjaplani City í desembermánuði.

Í myndbandinu hér fyrir neðan má, frá tímanum 8:42, sjá atburðina á Etihad-vellinum í boði áhorfanda á leiknum:




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner