Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 09. desember 2016 17:15
Magnús Már Einarsson
Ekkert vitað hvenær Sturridge snýr aftur
Í basli.
Í basli.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segist ekki hafa hugmynd um það hvenær Daniel Sturridge snýr aftur eftir meiðsli.

Sturridge hefur misst af síðustu þremur leikjum vegna meiðsla á kálfa og ljóst er að hann mun að minnsta kosti missa af leiknum gegn West Ham á sunnudag sem og leiknum gegn Middlesbrough á miðvikudag.

„Vonandi kemur hann eins fljótt og hægt er til baka en ég hef ekki hugmynd," sagði Klopp á fréttamannafundi í dag.

„Við getum ekki hugsað um West Ham eða Middlesbrough leikina. Hvaða leikur er eftir Middlesbrough? Everton? Það væri gott að fá hann inn þá en ég hef ekki hugmynd."

„Hann er ekki byrjaður að æfa. Kannski fer hann út á völl í dag en það verður þá ekki með liðinu heldur bara með þjálfara í endurhæfingu."

Athugasemdir
banner
banner
banner