Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 09. desember 2016 05:55
Jóhann Ingi Hafþórsson
England um helgina - Tottenham fer á Old Trafford
Manchester United fær heimsókn frá Tottenham.
Manchester United fær heimsókn frá Tottenham.
Mynd: Getty Images
Gylfi og Swansea eiga hörkuleik.
Gylfi og Swansea eiga hörkuleik.
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildin verður í fullu fjöri um helgina.

Topplið Chelsea fær WBA í heimsókn en WBA hefur komið mörgum á óvart á leiktíðinni og eru þeir sem stendur í 7. sæti, 14 stigum á eftir Chelsea.

Arsenal er þrem stigum á eftir Chelsea og mæta þeir Stoke á heimavelli sínum. Liverpool fær svo West Ham í heimsókn á meðan Englandsmeistarar Leicester mæta Manchester City á heimavell.

Manchester United fær svo Tottenham í heimsókn í áhugaverðum leik en sex stigum munar á þeim. United er í 6. sæti á meðan Tottenham er í því 5.

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Swansea mæta Sunderland í botnslag og er mikið undir. Jóhann Berg Guðmundsson verður svo ekki með Burnley sem mætir Bournemouth en hann er meiddur.

Laugardagurinn 10. desember:
12:30 Watford - Everton (Stöð 2 Sport)
15:00 Arsenal - Stoke (Stöð 2 Sport)
15:00 Burnley - Bounemouth
15:00 Hull - Crystal Palace
15:00 Swansea - Sunderland
17:30 Leicester - Manchester City (Stöð 2 Sport)

Sunnudagurinn 11. desember:
12:00 Chelsea - WBA (Stöð 2 Sport)
14:15 Manchester United - Tottenham (Stöð 2 Sport)
14:15 Southampton - MIddlsebrough
16:30 Liverpool - West Ham (Stöð 2 Sport)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner