Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 10. desember 2016 10:00
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Freysi og Tottenham-hringborð í útvarpinu í dag
Freysi kemur í heimsókn.
Freysi kemur í heimsókn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tómas Þór Þórðarson snýr aftur eftir tveggja vikna reisu sína á Englandi en hann og Elvar Geir Magnússon verða á sínum stað við stjórnvölinn í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu FM 97,7 í dag, laugardag.

Þátturinn er á hefðbundnum tíma, milli 12 og 14, eins og alla laugardaga.

Í fyrri hluta þáttarins verður Freyr Alexandersson gestur og gerir upp árið 2016 hjá kvennalandsliðinu en á næsta ári er Evrópumót hjá liðinu. Á dögunum gerði Heimir Hallgrímsson upp ár karlalandsliðsins en það viðtal má heyra með því að smella hérna.

Í seinni hluta þáttarins verður enskt hringborð en tveir þekktir stuðningsmenn Tottenham mæta í heimsókn, Höddi í Macland og skemmtikrafturinn Hjálmar Örn. Rætt verður um ýmislegt tengt Spurs og toppbaráttuna á Englandi.

Þá verður einnig rætt um komandi formannskjör hjá KSÍ, hvort Evrópa eða Suður-Ameríka eigi betri leikmenn og fleira.

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner