Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 09. desember 2016 08:30
Jóhann Ingi Hafþórsson
Fyrrum leikmaður Liverpool segir Sturridge að vera þolinmóður
Daniel Sturridge
Daniel Sturridge
Mynd: Getty Images
Daniel Sturridge verður að vera þolinmóður, ætli hann sér að komast í byrjunarlið Jurgen Klopp hjá Liverpool. Þetta segir fyrrum framherji liðsins, Milan Baros.

Ekkert lið hefur skorað eins mikið og Liverpool í deildinni en þeir eru með 35 mörk í 14 leikjum en Sturridge hefur ekki skorað eitt einasta af þeim.

Baros vann Meistaradeildina með Liverpool árið 2005 og segir hann að Sturridge ætti ekki að færa sig um set, heldur berjast fyrir sætinu sínu.

„Þetta er búið að vera erfitt fyrir hann. Það er leiðinlegt að Liverpool sé ekki í Evrópukeppni því þá fær hann færri tækifæri. Vonandi breytist það á næstu leiktíð hjá Liverpool," sagði Tékkinn.

„Hann verður að vera þolinmóður. Ég hef lesið um að hann gæti yfirgefið Liverpool en það eru ekki mörg félög stærri en það sem hann er í núna. Það þarf ekki nema ein meiðsli og að hann haldist heill heilsu, þá þarf hann að nýta tækifærið sitt," sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner
banner