Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 09. desember 2016 14:16
Magnús Már Einarsson
Íslenskir stuðningsmenn tilnefndir til verðlauna hjá FIFA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenskir stuðningsmenn koma til greina í stuðningsmannaverðlaunum FIFA fyrir árið 2016. Sigurvegarinn verður opinberaður á verðlaunaafhendingu í Zurich þann 9. janúar næstkomandi.

Fyrrum og núverandi leikmenn eins og Gabriel Batistuta, Zvonimir Boban og Marta mynduðu dómnefnd sem kom með þrjár tilnefningar fyrir verðlaunin.

Kosning um bestu stuðningsmennina er hafin á vef FIFA

Íslenskir stuðningsmenn eru tilefndir til verðlaunanna fyrir frábæra frammistöðu á EM í Frakklandi.

Sérstaklega er talað um víkingaklappið í umsögninni um íslenska stuðningsmenn á vef FIFA.

„Ein af eftirminnilegustu útgáfunum á klappinu kom eftir að 'Strákarnir okkar' töpuðu gegn Frökkum í 8-liða úrslitum. Stuðningsmenn, sem voru meira en 8% af allri þjóðinni, og leikmenn fögnuðu saman ótrúlegum árangri eftir að hafa komist í 8-liða úrslitin," segir á vef FIFA.

Stuðningsmenn hollenska liðsins ADO Den Haag eru tilnefndir fyrir fallega stund í leik gegn Feyenoord. Stuðningsmenn ADO Den Haag hentu þá leikföngum til barna í stúkunni fyrir neðan en börnin komu af Sophia barnaspítalanum í Rotterdam.

Stuðningsmenn Liverpool og Borussia Dortmund fá síðan saman tilnefningu fyrir söng þeirra á “You’ll Never Walk Alone” fyrir leik í Evrópudeildinni í vor. Stuðningsmennirnir sungu saman, degi áður en 27 ár voru liðin frá Hillsborough slysinu.

Smelltu hér til að kjósa á vef FIFA
Athugasemdir
banner
banner