Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 09. desember 2016 19:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Goal 
Iwobi: Ég verð að kalla Özil stjórann minn
Özil og Iwobi eru miklir félagar
Özil og Iwobi eru miklir félagar
Mynd: Getty Images
Alex Iwobi, leikmaður Arsenal, nær mjög vel saman við hinn þýska Mesut Özil í sóknarleiknum hjá Lundúnarfélaginu.

Iwobi skoraði sitt fyrsta Meist­ara­deild­ar­mark í leik gegn Basel í vikunni, en Özil lagði einmitt upp markið fyrir Nígeríumanninn.

Iwobi hef­ur fengið að spila nokkuð mikið á leiktíðinni þrátt fyrir ungan aldur, en hann seg­ist þurfa að kalla Özil ákveðnu nafni þegar stoðsending kemur frá honum.

„Ég verð að kalla hann (Özil) stjórann minn þegar hann leggur upp á mig," sagði Iwobi í viðtali við The Guardian.

Arsenal mætir Stoke í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Leikurinn hefst klukkan 15:00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Athugasemdir
banner
banner