Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 09. desember 2016 16:30
Magnús Már Einarsson
Klopp var hissa þegar Liverpool keypti Firmino
Roberto Firmino.
Roberto Firmino.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp segist hafa verið hissa þegar Liverpool keypti Roberto Firmino frá Hoffenheim á 29 milljónir punda sumarið 2015.

Klopp tók við Liverpool nokkrum mánuðum síðar en Firmino hefur verið í lykilhlutverki hjá honum.

„Það fyrsta sem ég gerði þegar ég yfirgaf Dortmund var að eyða símanúmerinu mínu svo það væri ekki hægt að ná í mig. Ég talaði ekki við neinn og gaf engum nein ráð, um Firmino eða aðra," sagði Klopp.

„Enginn spurði mig um hann en hann var að mínu mati einn besti leikmaðurinn í Bundesligunni. Þegar ég sá að Liverpool hafði keypt hann þá hugsaði ég, 'Hvernig gat Liverpool gert þetta?"

„Þeir voru ekki 100% upp á sitt besta þarna og önnur félög hefðu getað eytt hærri upphæð í hann. Ég hugsaði strax 'Góð kaup hjá þeim.' Þegar ég heyrði af þessu þá hugsaði ég strax að þetta væru goð kaup því að ég var nokkuð viss um að önnur félög hefðu borgað meira fyrir hann."

Athugasemdir
banner
banner
banner