Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 09. desember 2016 07:00
Jóhann Ingi Hafþórsson
Leikmaður Burnley spenntur fyrir áhuga stærri liða
Michael Keane hefur spilað vel undanfarið.
Michael Keane hefur spilað vel undanfarið.
Mynd: Getty Images
Michael Keane, varnarmaður Burnley, segist mjög spenntur yfir þeirra athygli sem hann hefur verið að fá fyrir góðar frammistöður undanfarið.

Hann hefur verið orðaður við stærri félög undanfarið og hafnaði Burnley m.a tilboði frá Leicester í hann í sumar. Mörg lið ku svo hafa áhuga á að fá hann til sín í janúar.

Góð frammistaða hans hefur svo vakið athygli hjá Gareth Southgate, landsliðsþjálfara Englands, sem hefur valið hann í tvo síðustu hópa sína.

„Það er spennandi að heyra af áhuga annarra félaga. Það gerist ef þú stendur þig vel og maður fær sjálfstraust við að heyra af þeim. Ég má ekki slaka á núna, ég verð að halda áfram að leggja hart að mér."

„Ég var í Championship deildinni á síðustu leiktíð og hún gerði mig að þeim leikmanni sem ég er í dag. Ég spilaði 46 leiki og það var í fyrsta skipti á ferlinum sem ég spila heilt tímabil," sagði Keane.
Athugasemdir
banner
banner
banner