Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 09. desember 2016 18:30
Magnús Már Einarsson
Loic Ondo fer ekki aftur í Grindavík
Loic Ondo í leik með Grindavík árið 2012.
Loic Ondo í leik með Grindavík árið 2012.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Loic Ondo hefur verið á reynslu hjá Grindvíkingum undanfarnar vikur en ljóst er að hann mun ekki semja við félagið.

„Ég var á reynslu hjá Grindavík í mánuð. Það gekk nokkuð vel en við náðum ekki samkomulagi um samning," sagði Ondo við Fótbolta.net í dag.

Ondo þekkir til í Grindavík því hann spilaði með liðinu 2010 sem og árið 2012.

Árin 2011, 2013, 2014 og 2015 var Ondo hjá BÍ/Bolungarvík en í sumar lék hann með Fjarðabyggð í Inkasso-deildinni.

Fjarðabyggð féll í sumar en samningur Ondo við félagið er á enda.

„Á næsta tímabili er markmið mitt að vera í Reykjavík. Það skiptir ekki máli hvort það verði í Peps eða Inkasso-deildinni," sagði Ondo.
Athugasemdir
banner
banner