Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 09. desember 2016 10:15
Magnús Már Einarsson
Matip ætlar ekki á Afríkumótið
Mynd: Getty Images
Joel Matip, varnarmaður Liverpool, hefur hafnað boði um að snúa aftur í landslið Kamerún. Sky greinir frá þessu.

Matip hefur ekki spilað með landsliði Kamerún síðan 2015 en hann gagnrýndi þá skipulagið í kringum liðið.

Kamerúnar vonuðust til að fá Matip aftur í vörnina fyrir Afríkumótið í janúar en nú er ljóst að ekkert verður af því.

Þetta eru góðar fréttir fyrir Liverpool en Matip hefur verið í lykilhluterki í varnarleik liðsins síðan hann kom frá Schalke í sumar.

Matip var ekki með í 4-3 tapinu gegn Bournemouth um síðustu helgi vegna meiðsla en reiknað er með að hann snúi aftur í vörn Liverpool í leiknum gegn West Ham á sunnudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner