fös 09. desember 2016 15:15
Magnús Már Einarsson
Mkhitaryan telur að Man Utd geti ennþá unnið titilinn
Mynd: Getty Images
Henrikh Mkhitaryan segir að Manchester United eigi ennþá möguleika á að verða enskur meistari þrátt fyrir dapra byrjun á tímabilinu.

Manchester United er í 6. sæti í úrvalsdeildinni, þrettán stigum á eftir toppliði Chelsea þegar 14 umferðir eru búnar.

„Maður á aldrei að segja aldrei. Allt er mögulegt. Ég man einu sinni eftir því þegar Manchester United var átta sitgum á undan Manchester City en tapaði titlinum. Allt getur gerst í þessu lífi," sagði Mkhitaryan.

„Við verðum að byrja að vinna og hætta að gera jafntefli. Það er mikilvægast. Það er alltaf pirrandi að tapa eða gera jafntefli, það er alltaf sárt. Við þurfum að taka mistökum okkar og halda áfram."

„Þegar við erum yfir í leikjum þá verðum við að ganga frá andstæðingnum. Leikmenn okkar skilja mistökin og ég líka en við þurfum að halda áfram saman og þá eru góð úrslit framundan."

Athugasemdir
banner
banner
banner