Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 09. desember 2016 23:00
Jóhann Ingi Hafþórsson
Mourinho: Staðan í deildinni ósanngjörn
Mourinho finnst United eiga vera með fleiri stig.
Mourinho finnst United eiga vera með fleiri stig.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho segir það vera ósanngjarnt að Manchester Untied sé ekki með fleiri stig í ensku úrvalsdeildinni.

United er sem stendur 13 stigum á eftir toppliði Chelsea og níu stigum á eftir grönnum sínum í Manchester City en þeir hafa gert fjögur jafntefli í síðustu fimm deildaleikjum sínum. Mourinho segir að varnarleikur og markvarsla anstæðinga sinna sé helsta ástæða þess að þeir séu ekki með fleiri stig.

„Þetta er ósanngjartn. Við ættum að vera með mikið fleiri stig. Ef þú skoðar töflunna núna virkar það eins og liðin fyrir ofan okkur séu betri en við en að mínu mati er það ekki satt. Við erum búnir að gera svo mörg jafntefli þar sem við höfum átt skilið að vinna. Við værum mjög nálægt toppnum ef við hefðum unnið þá," sagði Mourinho í viðtalið við Sky Sports.

„Ég er mjög ánægður með þróun liðsins míns. Ég er ánægður með muninn á liðinu núna og þegar ég fékk það í hendurnar. Við erum ekki pirraðir á genginu þar sem spilamennskan hefur verið góð," sagði Mourinho.
Athugasemdir
banner
banner