Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 09. desember 2016 08:00
Jóhann Ingi Hafþórsson
Pedro segist aldrei hafa spilað eins vel á ferlinum
Pedro
Pedro
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Pedro Rodriguez segist aldrei hafa spilað eins vel og hann er að gera þessa dagana með Chelsea.

Chelsea vann Manchester City, 3-1, um síðustu helgi og er liðið nú með þriggja stiga forskot á toppi deildarinnar en Pedro hefur verið lykilmaður hjá Chelsea og spilað mjög vel.

Þetta er annað tímabil Pedro á Englandi en hann náði alls ekki að slá í gegn á síðsutu leiktíð þar sem hann var inni og úr liðinu til skiptis. Hann segist vera að spila betur núna en þegar hann var upp á sitt besta með Barcelona.

„Ég hef svo sannarlega aldrei spilað eins vel með Chelsea og ég man ekki eftir því að hafa spilað svona vel á ferlinum. Okkur gekk ekki vel á síðustu leiktíð en vonandi náum við að halda áfram að spila eins vel og við höfum verið að gera," sagði Pedro.
Athugasemdir
banner