Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 09. desember 2016 18:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ragnar Bragi í Víking R. (Staðfest)
Eftir undirskrift, Ragnar Bragi fyrir miðju.
Eftir undirskrift, Ragnar Bragi fyrir miðju.
Mynd: Víkingur R.
Knattspyrnudeild Víkings R. og Knattspyrnudeild Fylkis hafa komist að samkomulagi um félagaskipti Ragnars Braga Sveinssonar úr Fylki yfir í Víking úr Reykjavík. Þetta kemur fram á heimasíðu Víkinga.

Ragnar skrifaði í kvöld undir þriggja ára samning við Víkinga.

Ragnar Bragi, sem er fæddur árið 1994, á að baki 62 leiki og 8 mörk í deild og bikar fyrir Fylki og á þar að auki 5 leiki fyrir U19 ára landslið Íslands og 7 leiki og 2 mörk fyrir U17 ára landsliðið. Hann var á árunum 2011 til 2014 hjá þýska félaginu Kaiserslautern.

„Víkingur lýsir ánægju með að hafa gert þriggja ára samning við þennan öfluga leikmann," segir í frétt á heimasíðu Víkings.

Víkingur endaði í sjöunda sæti Pepsi-deildarinnar á síðasta tímabili, en liðið kláraði mótið með 32 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner