Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 09. desember 2016 09:00
Jóhann Ingi Hafþórsson
Ronaldo Vieira - Gríðarlegt efni og rándýrt nafn
Ronaldo Vieira var maður leiksins gegn Aston Villa þar sem hann mætti mönnum sem hafa spilað í ensku úrvalsdeildinni
Ronaldo Vieira var maður leiksins gegn Aston Villa þar sem hann mætti mönnum sem hafa spilað í ensku úrvalsdeildinni
Mynd: Getty Images
Ronaldo átti fínan leik gegn Liverpool í bikarnum á dögunum.
Ronaldo átti fínan leik gegn Liverpool í bikarnum á dögunum.
Mynd: Getty Images
Maðurinn með rándýra nafnið lætur finna fyrir sér.
Maðurinn með rándýra nafnið lætur finna fyrir sér.
Mynd: Getty Images
Það kannast kannski ekki margir knattspyrnuaðdáendur á Íslandi við hinn 18 ára Ronaldo Vieira, miðjumann Leeds United.

Þeir sem hafa lesið nafnið hans muna hins vegar væntanlega eftir því þar sem það er ansi sérstakt. Flestir hugsa um Cristiano Ronaldo, ja eða hinn brasilíska Ronaldo og svo Patrick Vieira þegar þeir sjá nafnið hans. Engin pressa á þeim bænum!

Hann var skírður í höfuðið á þeim brasilíska en hann á tvíburabróðir sem heitir Romario Vieira sem var skírður í höfðuðið á Romario, einnig fyrrum framherja brasilíska landsliðsins.

Það er því mjög augljóst að foreldrar þeirra eru miklir knattspyrnuaðdáendur og þá sérstaklega miklir aðdáendur brasilískra framherja.

Vieira tvíburarnir eru fæddir í Gíneu-Bissá í vestur Afríku en þeir fluttu ungir að aldri til Portúgal þar sem þeir spiluðu með unglingaliði Benfica.

Knattspyrnuást foreldra þeirra kom svo enn betur í ljós er þeir fluttu til Englands til þess eins að synirnir kæmust að hjá ensku félagi.

Ósk þeirra uppfylltist svo á síðasta ári er Ronaldo fór á reynslu til Championship félagsins, Leeds United, hann þótti standa sig vel og skrifaði hann undir tveggja ára samning við félagið í september, 2015 en hann átti þá að vera í unglingaliðinu.

Hann var fljótur að láta vita af sér hjá Leeds og varð hvað eftir annað maður leiksins í U18 leikjum hjá félaginu. Sjö mánuðum seinna skrifaði hann undir nýjan tveggja ára samning við félagið og tveim dögum eftir nýja samninginn spilaði hann sinn fyrsta leik fyrir félagið, þá aðeins 17 ára. Hann kom þá inn á sem varamaður undir lokin í lokaleik Leeds á síðustu leiktíð.

Þjálfaraskipti urðu hjá Leeds eftir leiktíðina en þá tók Garry Monk við af Steve Evans og var Ronaldo fljótur að sanna sig hjá nýjum þjálfara sem notaði hann mikið á undirbúningstímabilinu þar sem hann stóð sig mjög vel.

Ronaldo Vieira var m.a maður leiksins í 2-1 sigri á ítalska úrvalsdeildaliðinu Atalanta í lokaleik undirbúningstímabilsins. Síðan þá hefur hann reglulega verið í byrjunarliði Leeds, skorað tvö mörk og hrifið ansi marga á meðan. Bæði mörkin hans voru gegn Norwich, annað í bikarnum og hitt í deildinni. Markið í deildinni var frábært langskot í uppbótartíma sem tryggði Leeds 3-2 sigur á útivelli.


Hann var svo maður leiksins gegn Aston Villa um síðustu helgi ásamt því að eiga góðan leik gegn Liverpool á Anfield í deildabikarnum. Það er því ljóst að hann lætur pressuna sem fylgir þessu risastóra nafni ekki á sig fá.

Þess má geta að tvíburabróðir hans er nú líka kominn til Leeds en hann spilar með U18 liði þeirra. Hann þykir ekki eins góður en það er aldrei að vita nema að Ronaldo og Romaro spili aftur saman í framtíðinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner