fös 09. desember 2016 23:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Sky Sports 
Tevez um að spila í Kína: Ég gæti líka hætt
Mynd: Getty Images
Carlos Tevez, leikmaður Boca Juniors, segist ekki vera að hugsa um að flytja sig yfir til Kína á þessari stundu, en hann hefur verið orðaður við nokkur lið þar í landi upp á síðkastið.

Shanghai Shenua, sem leikur í kínversku ofurdeildinni, er sagt í viðræðum um kaup á Tevez, en Gus Poyet, sem þjálfar liðið, hefur sagt frá því að hann sé spenntur fyrir hugmyndinni um að fá Tevez til liðsins.

Tevez segist ætla að skoða stöðuna eftir áramót, en hann ætlar að hugsa sig vel og vandlega um áður en hann tekur ákvörðun um framtíð sína.

„Það er of mikið í gangi í hausnum á mér til að hugsa að í febrúar eða mars verði ég farinn að spila í Kína," sagði Tevez.

„Ég hugsa ekki um að fara, ég gæti líka hætt. Þegar árið er búið þá mun ég skoða hvað sé best í stöðunni."

Sjá einnig:
Carlos Tevez nálgast Kína
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner