Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 09. desember 2016 05:55
Jóhann Ingi Hafþórsson
Þýskaland um helgina - Toppliðið mætir botnliðinu
RB Leipzig er efst í þýsku deildinni.
RB Leipzig er efst í þýsku deildinni.
Mynd: Getty Images
Topplið RB Leipzig heldur áfram að koma á óvart í þýsku úrvalsdeildinni.

Þeir mæta botnliði Ingolstadt á laugardaginn og verður forvitnilegt að sjá hvort þeir haldi þriggja stiga forskoti sínu á Bayern eða jafnvel bæta í það. Bayern mætir Wolfsburg sem hefur valdið miklum vonbrigðum á tímabilinu og eru í fallbaráttunni.

Alfreð Finnbogason er enn frá keppni með Augsburg vegna meiðsla en liðið mætir Hamburger sem er í næstneðsta sæti. Augsburg þarf á stigum að halda til að breikka bilið á milli sín og neðstuu liðanna.

Aron Jóhansson og félagar í Werder Bremen fara til Berlinar þar sem þeir mæta Herthu sem hefur komið mikið á óvart og eru í 3. sæti. Bremen er hins vegar aðeins þrem stigum frá fallsæti.

Föstudagurinn 9. desember:
19:30 Eintracht Frankfurt - Hoffenheim

Laugardagurinn 10. desember:
14:30 Bayern Munchen - Wolfsburg
14:30 Köln - Dortmund
14:30 Freiburg - Darmstadt
14:30 Hamburger - Augsburg
14:30 Ingolstadt - RB Leipzig
17:30 Hertha Berlin - Werder Bremen

Sunnudagurinn 11. desember:
14:30 Borussia Monchengladbach - Mainz
16:30 Schalke - Bayer Leverkusen
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner