Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 09. desember 2016 14:30
Magnús Már Einarsson
Varane rændur meðan hann spilaði í Meistaradeildinni
Mynd: Getty Images
Raphael Varane var rændur á meðan hann spilaði með Real Madrid gegn Borussia Dortmund í Meistaradeildinni í vikunni.

Þjófar brutust inn á heimili Varane á meðan leikurinn var í gangi og stálu um það bil 70 þúsund evrum eða 8,5 milljónum króna.

Þeir stálu einnig fötum og skartripum sem og 12 úrum sem voru í eigu Varane.

Varane gleymdi að setja þjófavörnina í gang áður en hann fór af heimili sínu í leikinn. Þjófarnir vissu að Varane væri ekki á heima út af leiknum og létu greipar sópa.

Varane uppgvötaði þjófnaðinn þegar hann kom heim og hringdi í lögreglu sem rannsakar nú málið.
Athugasemdir
banner
banner