Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 09. desember 2016 06:30
Jóhann Ingi Hafþórsson
Vieira segir Arsenal hafa valdið sér vonbrigðum
Patrick Vieira
Patrick Vieira
Mynd: Getty Images
Patrick Vieira, fyrrum leikmaður Arsenal og núverandi þjálfari New York City FC í Bandaríkjunum segist vonsvikinn með Arsenal þar sem þeir buðu honum ekki þjálfarastarf innan félagsins.

Vieira var í níu ár hjá Arsenal áður en hann fór til Juventus og svo Inter. Hann endaði svo ferilinn á Englandi með Manchester City. Frakkinn byrjaði þjálfaraferilinn sinn hjá City en hann fékk ekkert slíkt tilboð frá Arsenal.

„Eftir níu ár hjá Arsenal er þetta orðið félagið sem hjartað mitt á. Þar spilaði ég besta fótboltann minn. Ég hefði viljað að dyrnar væru meira opnar þegar kom að því að byrja að þjálfa. Því miður var það ekki svoleiðis og ég var heppinn að fara til City á réttum tíma. Arsenal olli mér samt sem áður vonbriðgum," sagði Vieira.

Vieira komst í úrslitakeppnina með New York City í MLS deildinni í Bandaríkjunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner