Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 10. febrúar 2016 18:00
Magnús Már Einarsson
Abou Diaby snýr aftur eftir 506 daga fjarveru
Mynd: Getty Images
Abou Diaby mun spila sinn fyrsta leik í 506 daga þegar Marseille mætir Trelissac úr 4. deild í franska bikarnum á morgun.

Hinn 29 ára gamli Diaby hefur verið gífurlega óheppinn með meiðsli á ferli sínum.

Diaby spilaði einungi tvo leiki með Arsenal á síðasta tímabili og í kjölfarið var hann látinn fara frá félaginu.

Diaby meiddist alls 42 sinnum á ferli sínum hjá Arsenal en hann kom til félagsins árið 2006.

Diaby samdi við Marseille síðastliðið sumar en meiðslin hafa haldið áfram þar. Hann ætti hins vegar loks að snúa aftur gegn Trelissac á morgun.
Athugasemdir
banner
banner