Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   mið 10. febrúar 2016 06:00
Alexander Freyr Tamimi
Carvalho framlengir við Sporting
William Carvalho er sagður vera eftirsóttur.
William Carvalho er sagður vera eftirsóttur.
Mynd: Getty Images
William Carvalho, sem talinn er vera á óskalista margra félaga í ensku úrvalsdeildinni, hefur framlengt saming sinn við Sporting Lissabon til ársins 2020.

Þessi 23 ára gamli portúgalski landsliðsmaður er sagður hafa verið undir smásjá Manchester United og Arsenal um nokkurt skeið. Hann hefur þó skuldbundið sig Sporting til næstu ára en í samningi hans er hins vegar 45 milljóna evra kaupklásúla.

„Ég er virkilega ánægður með það traust sem Sporting hefur enn og aftur sýnt mér," sagði Carvalho við heimasíðu félagsins.

„Stuðningsmenn Sporting, ég vil að þið vitið að ég er mjög ánægður með að hafa skrifað undir samning til 2020 og að ég mun gera allt sem ég get til að við verðum meistarar."
Athugasemdir
banner
banner