Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 10. febrúar 2016 22:57
Arnar Geir Halldórsson
Faxaflóamót kvenna: Stjarnan ekki í vandræðum með Skagakonur
Guðrún Karítas kom Stjörnunni á bragðið
Guðrún Karítas kom Stjörnunni á bragðið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍA 1-4 Stjarnan
0-1 Guðrún Karítas Sigurðardóttir (´17)
1-1 Unnur Ýr Haraldsdóttir, víti (´31)
1-2 Agla María Albertsdóttir (´41)
1-3 Agla María Albertsdóttir (´45)
1-4 Ana Victoria Cate (´82)

Stjörnukonur gerðu góða ferð í Akraneshöllina í kvöld þar sem þeir mættu Skagakonum í A-riðli Faxaflóamótsins.

Guðrún Karítas kom Stjörnunni yfir gegn sínum gömlu félögum með marki á 17.mínútu en Unnur Ýr Haraldsdóttir jafnaði fyrir Skagakonur eftir hálftíma leik með marki úr vítaspyrnu.

Tvö mörk Öglu Maríu Albertsdóttur undir lok hálfleiksins komu gestunum í góða stöðu og undir lok leiksins tryggði Ana Victoria Cate Stjörnunni sigur.

Stjarnan endar því riðilinn með níu stig en ÍA á enn einn leik eftir.
Athugasemdir
banner
banner
banner